Aðkoma ríkisins að rekstri Strætó skoðuð 19. júlí 2006 03:30 Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra „Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
„Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira