Aðkoma ríkisins að rekstri Strætó skoðuð 19. júlí 2006 03:30 Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra „Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra. Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra.
Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent