Danir veðja á sterkari krónu og mjúka lendingu 6. september 2006 00:01 íslenskar krónur Dönum gefst nú kostur á að fjárfesta í íslenskum krónusjóðum. Ávöxtunin veltur á því hvort lending íslensks efnahagslífs verði á endanum mjúk, segir í auglýsingu. MYND/GVA Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist. Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist.
Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira