Viðskipti innlent

Síldin fremur til bræðslu en manna

Óttast er að Norðmenn bræði síld úr norsk-íslenska síldarstofninum í stað þess að taka áhættuna af því að selja hana til Rússlands.
Óttast er að Norðmenn bræði síld úr norsk-íslenska síldarstofninum í stað þess að taka áhættuna af því að selja hana til Rússlands.

Svo getur farið að hátt í 200 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld fari til bræðslu í Noregi í haust og vetur í stað þess að senda hana í vinnslu til manneldis en fyrir það fæst hærra verð.

Fiskifréttir hafa eftir norska blaðinu Fiskeribladet að ástæðan sé sú að norsk fiskvinnslufyrirtæki þori ekki að taka áhættuna á því að kaupa síld til vinnslu fyrir Rússlandsmarkað og hertra innflutningsreglna í Rússlandi.

Síldarvertíðinni í Noregi lýkur í febrúar á næsta ári. Eftir er að veiða um 200 þúsund tonn af síldarkvótanum og eru líkur á að hann fari mest í bræðslu slaki Rússar ekki á innflutningskröfunum, að sögn blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×