Háir vextir ekki markmið 15. september 2006 00:01 Tilkynnt um hækkun stýrivaxta. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir hávaxtastefnuna og segir Seðlabankann hætta á að standa uppi skotfæralaus í næstu uppsveiflu. MYND/gva Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008." Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008."
Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira