Evrópa hefur góða forystu 24. september 2006 06:30 Gleðin skein af þeim Jose-Maria Olazabal og Sergio Garcia í gær. Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley. Spánverjinn José Maria Olazabal jafnaði í gær met Ian Woosnam í fjórleik. Þeir tveir hafa náð flestum stigum í fjórleik fyrir Evrópuliðið í 79 ára sögu keppninnar. Olazábal lék með Sergio Garcia í gær og unnu þeir þá Chris DiMarco og Phil Mickelson. Paul Casey og David Howell sigruðu í gær þá Stewart Cink og Zach Johnson en Casey fór holu í höggi á fjórtándu brautinni. Síðast fór maður holu í höggi í Ryder-keppninni árið 1995. Cink og Johnson léku illa í gær. „Þetta er ótrúleg tilfinning, í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi á atvinnumannamóti,“ sagði Englendingurinn Paul Casey eftir að hafa farið holu í höggi en hann er aðeins fimmti kylfingurinn sem afrekar það á Ryder-keppni. Það er allt útlit fyrir að Evrópa muni vinna þriðja sigur sinn í röð í Ryder-keppninni. Sergio Garcia hefur leikið frábærlega á mótinu og unnið alla fjóra leiki sína til þessa. „Það skiptir miklu máli að hafa góða spilara með sér og ég hef verið heppinn með það. Ég og Luke Donald náðum til dæmis frábærlega saman. Það sem skiptir samt mestu máli er að tryggja Evrópu sigur og það drífur mann áfram,“ sagði Garcia í gær. Golf Íþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley. Spánverjinn José Maria Olazabal jafnaði í gær met Ian Woosnam í fjórleik. Þeir tveir hafa náð flestum stigum í fjórleik fyrir Evrópuliðið í 79 ára sögu keppninnar. Olazábal lék með Sergio Garcia í gær og unnu þeir þá Chris DiMarco og Phil Mickelson. Paul Casey og David Howell sigruðu í gær þá Stewart Cink og Zach Johnson en Casey fór holu í höggi á fjórtándu brautinni. Síðast fór maður holu í höggi í Ryder-keppninni árið 1995. Cink og Johnson léku illa í gær. „Þetta er ótrúleg tilfinning, í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi á atvinnumannamóti,“ sagði Englendingurinn Paul Casey eftir að hafa farið holu í höggi en hann er aðeins fimmti kylfingurinn sem afrekar það á Ryder-keppni. Það er allt útlit fyrir að Evrópa muni vinna þriðja sigur sinn í röð í Ryder-keppninni. Sergio Garcia hefur leikið frábærlega á mótinu og unnið alla fjóra leiki sína til þessa. „Það skiptir miklu máli að hafa góða spilara með sér og ég hef verið heppinn með það. Ég og Luke Donald náðum til dæmis frábærlega saman. Það sem skiptir samt mestu máli er að tryggja Evrópu sigur og það drífur mann áfram,“ sagði Garcia í gær.
Golf Íþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira