Viðskipti innlent

Handbók athafnamannsins komin út

Páll Kr. Pálsson Höfundur Handbókar athafnamannsins.
Páll Kr. Pálsson Höfundur Handbókar athafnamannsins.

Stjórnendur og aðrir þeir sem koma að rekstri fyrirtækja, eða hyggjast stofna fyrirtæki, geta nú brosað breiðara og andað léttar. Í samstarfi við SPRON hefur Páll Kr. Pálsson gefið út bókina Handbók athafnamannsins.

Bókin, sem er ekki hugsuð sem fræðirit heldur sem aðgengilegt uppflettirit, nýtist þeim vel sem vilja bæta við sig á grunnsviðum sem atvinnulífið byggir á. Er meðal annars fjallað um mannauðinn í fyrirtækjum, stefnumótun, markmiðasetningu, stjórnun, hlutverk og starf stjórna, skipurit og starfsmannamál.

Í fréttatilkynningu frá SPRON kemur fram að með þátttöku í verkefninu vilji Sparisjóðurinn auka aðgengi stjórnenda og þeirra sem hafa löngun til að stofna eigið fyrirtæki að upplýsingum um lykilþætti árangurs í rekstri. Þetta sé einn liður í þjónustu SPRON við rekstraraðila. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×