Efasemdir um enn víðtækari samruna 27. september 2006 00:01 Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Síðustu vikur og misseri hafa verið nokkuð miklar vangaveltur um frekari samruna kauphalla eða yfirtökur og jafnvel ekki talið seinna vænna fyrir Kauphöll Íslands að ganga inn í samstarf, áður en kauphallir yrðu svo stórar að takmarkaður áhugi yrði fyrir því að taka inn dvergkauphöll á borð við markaðinn hér. Ekki eru þó allir á einu máli um vænleika þess fyrir smærri kauphallir að ganga inn í stærri. Þannig höfðu nýverið á ráðstefnu Sambands alþjóðafjárfesta í Varsjá í Póllandi forsvarsmenn bæði Kauphallarinnar í Varsjá og OMX uppi nokkur varnaðarorð um möguleikann á samruna markaða á heimsvísu. Þannig er mögulegur samruni risakauphalla á borð við NYSE (Kauphöllin í New York) og Euronext, eða Nasdaq og LSE, kauphallarinnar í Lundúnum, sagður valda smærri kauphöllum nokkrum áhyggjum. Í IR Magazine er haft eftir Henri Bergström, yfirmanni hjá OMX, að markaðir séu ekki nógu langt komnir til að geta starfað á hnattrænum skala, auk þess sem ólíkt regluverk og tæknimál standi í vegi fyrir svo víðtækum samruna. Ludwik Sobolewski, forstjóri Varsjárkauphallarinnar, sagðist einnig óttast að smærri kauphallir yrðu hornreka í samruna á heimsvísu og ekki væri séð fyrir endann á slíkri þróun. Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Síðustu vikur og misseri hafa verið nokkuð miklar vangaveltur um frekari samruna kauphalla eða yfirtökur og jafnvel ekki talið seinna vænna fyrir Kauphöll Íslands að ganga inn í samstarf, áður en kauphallir yrðu svo stórar að takmarkaður áhugi yrði fyrir því að taka inn dvergkauphöll á borð við markaðinn hér. Ekki eru þó allir á einu máli um vænleika þess fyrir smærri kauphallir að ganga inn í stærri. Þannig höfðu nýverið á ráðstefnu Sambands alþjóðafjárfesta í Varsjá í Póllandi forsvarsmenn bæði Kauphallarinnar í Varsjá og OMX uppi nokkur varnaðarorð um möguleikann á samruna markaða á heimsvísu. Þannig er mögulegur samruni risakauphalla á borð við NYSE (Kauphöllin í New York) og Euronext, eða Nasdaq og LSE, kauphallarinnar í Lundúnum, sagður valda smærri kauphöllum nokkrum áhyggjum. Í IR Magazine er haft eftir Henri Bergström, yfirmanni hjá OMX, að markaðir séu ekki nógu langt komnir til að geta starfað á hnattrænum skala, auk þess sem ólíkt regluverk og tæknimál standi í vegi fyrir svo víðtækum samruna. Ludwik Sobolewski, forstjóri Varsjárkauphallarinnar, sagðist einnig óttast að smærri kauphallir yrðu hornreka í samruna á heimsvísu og ekki væri séð fyrir endann á slíkri þróun.
Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun