Flestir eru að gera það gott 27. september 2006 00:01 Hagvöxtur undanfarinna tveggja ára á Íslandi hefur verið með eindæmum mikill, vel á áttunda prósent hvort ár, ef miðað er við aukningu vergrar landsframleiðslu. Jafnvel þótt tekið sé tillit til fólksfjölgunar var vöxturinn mikill, ríflega 6% aukning á mann hvort ár. Hagvaxtartölur sem þessar eru sjaldséðar í auðugum ríkjum, það er helst að ríki sem eru að ná að brjótast til velmegunar úr sárri fátækt nái þetta örum vexti. Vöxturinn minnkar þó aðeins ef tekið er tillit til þess að þjóðin safnar ört skuldum í útlöndum og hluti landsframleiðslunnar rennur til að greiða vexti af þeim. Þegar afraksturinn af striti landsmanna vex þetta ört er nánast óhjákvæmilegt að laun hækka einnig mikið. Það hafa þau líka gert. Raunar hefur hlutur launa og launatengdra gjalda í landsframleiðslu sjaldan eða aldrei verið hærri en í fyrra, rétt tæp 69% skv. mælingum Hagstofunnar. Launþegar hafa því notið góðærisins ríkulega, a.m.k. ef horft er til þeirra í heild, þótt vitaskuld sé hækkunin ekki sú sama hjá öllum. Þessi ríflega aukning launatekna verður hins vegar nánast ræfilsleg þegar sveiflurnar í fjármagnstekjum landsmanna eru skoðaðar. Í fyrra hækkaði markaðsverðmæti hlutabréfa í skráðum félögum í Kauphöll Íslands um nánast sömu upphæð og nam öllum launum og launatengdum gjöldum á landinu. M.ö.o., þeir sem áttu þessi hlutabréf fengu jafnmikið fyrir það og öll fyrirtæki landsins greiddu í laun og launatengd gjöld. Hlutabréf skiluðu að jafnaði um 60% raunávöxtun þetta ár, sem er vitaskuld óvenju gott og miklu meira en hægt er að gera sér vonir um að jafnaði. Jafnvel í meðalári hefur hlutabréfamarkaðurinn þó gefið vel af sér eða ríflega 20% raunávöxtun á ári að meðaltali frá byrjun árs 1993. Vegna þess hve markaðsverðmæti skráðra hlutafélaga var lítið framan af á þessu tímabili þá nam þessi ávöxtun ekki háum fjárhæðum, a.m.k. ekki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Samanlagt markaðsverðmætið náði fyrst einu prósenti af landsframleiðslu árið 1992 en vöxturinn hefur verið ævintýralegur. Þegar mest varð snemma á þessu árið var markaðsverðmæti hlutafélaga í Kauphöll Íslands orðið tvöföld landsframleiðslan en hefur reyndar aðeins minnkað síðan. Þegar markaðsverðmætið er orðið þetta mikið skiptir ávöxtunin verulegu máli í öllu efnahagslífi landsmanna. Undanfarin fjögur ár hefur ávöxtun hlutabréfa í Kauphöll Íslands samanlagt numið sem samsvarar landsframleiðslu í eitt og hálft ár. Sá mikli auður sem orðið hefur til - a.m.k. á pappírnum - skýrir m.a. væntanlega talsverðan hluta viðskiptahalla landsmanna því að hluti fjármagnsteknanna fer í neyslu og innflutning. Hækkun fasteignaverðs hefur haft áhrif í sömu átt. Hallæri á hlutabréfamarkaði eða snörp lækkun fasteignaverðs myndi hafa þveröfug áhrif, draga úr neyslu og innflutningi, hægja á hjólum efnahagslífsins og bæta viðskiptajöfnuðinn. Fjármagnstekjurnar skiptast miklu ójafnar en launatekjur og því hefur tekjudreifing landsmanna breyst mikið. Sérstaklega eiga þeir allra ríkustu miklu meira en áður og tekjur þeirra eru að sama skapi miklu hærri. Þess vegna er allt í einu sprottin upp fámenn stétt manna sem ferðast um í einkaþotum, á hallir í útlöndum, kaupir innlend einbýlishús til niðurrifs og gerir ýmislegt fleira sem auðkýfinga fyrri ára hefði ekki einu sinni dreymt um. Flestir aðrir eiga þó líka hlutabréf, a.m.k. óbeint vegna aðildar sinnar að lífeyrissjóði og fá því einhverja hlutdeild í góðærinu á hlutabréfamarkaðinum. Í lok síðasta árs áttu innlendir lífeyrissjóðir íslensk hlutabréf fyrir 187 milljarða króna. Þótt þetta sé verulegt fé þá samsvarar þetta þó ekki nema um einum tíunda af verðmæti allra skráðra hlutabréfa hérlendis. Auk þess eiga lífeyrissjóðirnir eitthvað af innlendum hlutabréfum óbeint, vegna eignar í verðbréfasjóðum. Það er því helst að góðærið fari alveg framhjá þeim sem vegna aldurs eða veikinda eru ekki á vinnumarkaði og eiga lítil lífeyrisréttindi eða aðrar eignir. Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Hagvöxtur undanfarinna tveggja ára á Íslandi hefur verið með eindæmum mikill, vel á áttunda prósent hvort ár, ef miðað er við aukningu vergrar landsframleiðslu. Jafnvel þótt tekið sé tillit til fólksfjölgunar var vöxturinn mikill, ríflega 6% aukning á mann hvort ár. Hagvaxtartölur sem þessar eru sjaldséðar í auðugum ríkjum, það er helst að ríki sem eru að ná að brjótast til velmegunar úr sárri fátækt nái þetta örum vexti. Vöxturinn minnkar þó aðeins ef tekið er tillit til þess að þjóðin safnar ört skuldum í útlöndum og hluti landsframleiðslunnar rennur til að greiða vexti af þeim. Þegar afraksturinn af striti landsmanna vex þetta ört er nánast óhjákvæmilegt að laun hækka einnig mikið. Það hafa þau líka gert. Raunar hefur hlutur launa og launatengdra gjalda í landsframleiðslu sjaldan eða aldrei verið hærri en í fyrra, rétt tæp 69% skv. mælingum Hagstofunnar. Launþegar hafa því notið góðærisins ríkulega, a.m.k. ef horft er til þeirra í heild, þótt vitaskuld sé hækkunin ekki sú sama hjá öllum. Þessi ríflega aukning launatekna verður hins vegar nánast ræfilsleg þegar sveiflurnar í fjármagnstekjum landsmanna eru skoðaðar. Í fyrra hækkaði markaðsverðmæti hlutabréfa í skráðum félögum í Kauphöll Íslands um nánast sömu upphæð og nam öllum launum og launatengdum gjöldum á landinu. M.ö.o., þeir sem áttu þessi hlutabréf fengu jafnmikið fyrir það og öll fyrirtæki landsins greiddu í laun og launatengd gjöld. Hlutabréf skiluðu að jafnaði um 60% raunávöxtun þetta ár, sem er vitaskuld óvenju gott og miklu meira en hægt er að gera sér vonir um að jafnaði. Jafnvel í meðalári hefur hlutabréfamarkaðurinn þó gefið vel af sér eða ríflega 20% raunávöxtun á ári að meðaltali frá byrjun árs 1993. Vegna þess hve markaðsverðmæti skráðra hlutafélaga var lítið framan af á þessu tímabili þá nam þessi ávöxtun ekki háum fjárhæðum, a.m.k. ekki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Samanlagt markaðsverðmætið náði fyrst einu prósenti af landsframleiðslu árið 1992 en vöxturinn hefur verið ævintýralegur. Þegar mest varð snemma á þessu árið var markaðsverðmæti hlutafélaga í Kauphöll Íslands orðið tvöföld landsframleiðslan en hefur reyndar aðeins minnkað síðan. Þegar markaðsverðmætið er orðið þetta mikið skiptir ávöxtunin verulegu máli í öllu efnahagslífi landsmanna. Undanfarin fjögur ár hefur ávöxtun hlutabréfa í Kauphöll Íslands samanlagt numið sem samsvarar landsframleiðslu í eitt og hálft ár. Sá mikli auður sem orðið hefur til - a.m.k. á pappírnum - skýrir m.a. væntanlega talsverðan hluta viðskiptahalla landsmanna því að hluti fjármagnsteknanna fer í neyslu og innflutning. Hækkun fasteignaverðs hefur haft áhrif í sömu átt. Hallæri á hlutabréfamarkaði eða snörp lækkun fasteignaverðs myndi hafa þveröfug áhrif, draga úr neyslu og innflutningi, hægja á hjólum efnahagslífsins og bæta viðskiptajöfnuðinn. Fjármagnstekjurnar skiptast miklu ójafnar en launatekjur og því hefur tekjudreifing landsmanna breyst mikið. Sérstaklega eiga þeir allra ríkustu miklu meira en áður og tekjur þeirra eru að sama skapi miklu hærri. Þess vegna er allt í einu sprottin upp fámenn stétt manna sem ferðast um í einkaþotum, á hallir í útlöndum, kaupir innlend einbýlishús til niðurrifs og gerir ýmislegt fleira sem auðkýfinga fyrri ára hefði ekki einu sinni dreymt um. Flestir aðrir eiga þó líka hlutabréf, a.m.k. óbeint vegna aðildar sinnar að lífeyrissjóði og fá því einhverja hlutdeild í góðærinu á hlutabréfamarkaðinum. Í lok síðasta árs áttu innlendir lífeyrissjóðir íslensk hlutabréf fyrir 187 milljarða króna. Þótt þetta sé verulegt fé þá samsvarar þetta þó ekki nema um einum tíunda af verðmæti allra skráðra hlutabréfa hérlendis. Auk þess eiga lífeyrissjóðirnir eitthvað af innlendum hlutabréfum óbeint, vegna eignar í verðbréfasjóðum. Það er því helst að góðærið fari alveg framhjá þeim sem vegna aldurs eða veikinda eru ekki á vinnumarkaði og eiga lítil lífeyrisréttindi eða aðrar eignir.
Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent