Stofnun sem hlúir að menningararfinum 28. september 2006 00:00 Forstöðumaðurinn Vésteinn Ólason lauk mag. art. prófi í íslenskum fræðum frá heimspekideild Háskóla Íslands 1968 og varð doktor frá heimspekideild Háskóla Íslands 1983. Hann hefur verið prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands síðan 1991 eftir störf víða erlendis. Vésteinn er afkastamikill fræðimaður og auk nokkurra bóka liggur eftir hann mikill fjöldi greina í tímaritum bæði hér heima og erlendis. Vísir/anton Það er Íslendingum kannski ekki efst í huga frá degi til dags að hópur fræðimanna vinnur frá morgni til kvölds við að hlúa að menningararfi þjóðarinnar. Til þessa hefur mikilvægur hluti af því starfi farið fram innan fimm ólíkra en tengdra stofnana í íslenskum fræðum, sem nú hafa verið sameinaðar til nýrrar sóknar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ný háskólastofnun byggð á gömlum merg. Hún er samansett úr Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Íslenskri málstöð, Orðabók háskólans, Stofnun Sigurðar Nordal og Örnefnastofnun Íslands. Dr. Vésteinn Ólason er forstöðumaður hennar en hann hefur veitt Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi forstöðu frá árinu 1999 auk þess að vera afkastamikill fræðimaður á sínu sviði. Fjársjóðir íslenskrar þjóðarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sækir styrk sinn í þrjá ólíka fjársjóði, segir Vésteinn. „Í fyrsta lagi eru það söfnin; handritasafn, hljóðritasafn, orðasöfn og örnefnasafn. Þetta er ekki fjársjóður sem við eigum heldur höfum við hann til varðveislu, því að menningarverðmæti eru í raun eign mannkynsins alls sem við Íslendingar varðveitum." Í öðru lagi segir Vésteinn að starfsfólk stofnunarinnar sé fjársjóður í sjálfu sér, því þar liggur fjölbreytileg sérfræðiþekking og reynsla. Þar kemur saman mikil þekking á sviði sögu og menningarsögu, handritafræði, bókmenntasögu og á vissum tegundum málvísinda, einkanlega því sem tengist orðfræði, orðum og nöfnum, en í raun öllum þáttum málvísinda. Í þriðja lagi felst fjársjóðurinn í velvild og viðurkenningu íslensks samfélags og alþjóðasamfélagsins að mati Vésteins. „Þessi viðurkenning hefur náðst með starfinu í heild í tengslum við þau söfn sem við varðveitum, með útgáfum og kynningum hér og erlendis. Undir einu þakiSamþykkt hefur verið á alþingi að byggja yfir starfsemina en í dag er hún dreifð á fimm staði og af því er óhagræði. „Sumir spurðu þegar þessi vinna var í gangi hvort ekki væri betra að bíða og byggja fyrst hús yfir stofnunina. Það má vera að það hefði verið æskilegt en ég held þó að í því felist styrkur, þegar farið verður að hanna og byggja húsið, að frá upphafi komi til heildarsýn. Fyrst í stað verður samstarf okkar erfiðara en það gefur okkur kost á því að móta heildstæða hugmynd um nýtt hús með samstarfi okkar og annarra sem hlut eiga að máli." Eitt af mikilvægustu verkefnum nú í upphafi verður að efla samstarf við þá sem sinna íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. Kennslan þar og rannsóknir kennaranna er mikilvæg undirstaða undir öllu starfi á þessu sviði. Með sameiningunni vonast Vésteinn eftir því að rannsókna- og þjónustustustarf stofnunarinnar eflist og verði sýnilegra almenningi. Hann veit að það tekur tíma og þolinmæði þarf til að styrkja starfsemina. „Ég sé til dæmis fyrir mér að í nýrri byggingu verði betri sýningaraðstaða. Við höfum fallega sýningaraðstöðu í Þjóðmenningarhúsinu en við gerum ráð fyrir að í nýju húsi verði aðstaða fyrir varanlega sýningu en einnig breytilegar sýningar með möguleikum til fjölbreytni." Netið er næsta skrefVésteinn nefnir að efld kynning í gegnum netið verði meðal nýjunga á dagskrá nýrrar stofnunar. Eins og er hafa allar stofnanirnar sína heimasíðu sem veitir aðgang að stórum gagnasöfnum. „Með því að tengja þetta allt saman í eina gátt er ég viss um að við getum náð miklum árangri hér á Íslandi en líka erlendis með því að kynna efni okkar og starfsemi á þennan hátt", segir Vésteinn. „Við vonum að stofnunin geti aukið áhuga á íslenskri tungu og fræðum almennt. Menningarefni hvers konar á í sífellt meiri samkeppni og því þarf stöðugt að finna nýjar leiðir til að halda í horfinu. Við viljum að þessi gamli stofn sé í lifandi víxlverkun við það sem er nýtt og skapandi í menningunni og gjarnan undir erlendum áhrifum, því íslensk menning hefur alltaf þrifist í samspili erlendra áhrifa og innlends hugvits og hugmyndaflugs, og við viljum leggja okkar af mörkum til þess." Vésteinn vill minna þjóðina á að það er hún sem á þá fjársjóði sem stofnunin varðveitir og að hún hafi alltaf aðgang að þeim. „Stundum munum við kannski ekki nægilega vel eftir því að láta vita af okkur en við viljum að fólk viti að það er þjóðin sem á þessa stofnun." Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Það er Íslendingum kannski ekki efst í huga frá degi til dags að hópur fræðimanna vinnur frá morgni til kvölds við að hlúa að menningararfi þjóðarinnar. Til þessa hefur mikilvægur hluti af því starfi farið fram innan fimm ólíkra en tengdra stofnana í íslenskum fræðum, sem nú hafa verið sameinaðar til nýrrar sóknar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ný háskólastofnun byggð á gömlum merg. Hún er samansett úr Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Íslenskri málstöð, Orðabók háskólans, Stofnun Sigurðar Nordal og Örnefnastofnun Íslands. Dr. Vésteinn Ólason er forstöðumaður hennar en hann hefur veitt Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi forstöðu frá árinu 1999 auk þess að vera afkastamikill fræðimaður á sínu sviði. Fjársjóðir íslenskrar þjóðarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sækir styrk sinn í þrjá ólíka fjársjóði, segir Vésteinn. „Í fyrsta lagi eru það söfnin; handritasafn, hljóðritasafn, orðasöfn og örnefnasafn. Þetta er ekki fjársjóður sem við eigum heldur höfum við hann til varðveislu, því að menningarverðmæti eru í raun eign mannkynsins alls sem við Íslendingar varðveitum." Í öðru lagi segir Vésteinn að starfsfólk stofnunarinnar sé fjársjóður í sjálfu sér, því þar liggur fjölbreytileg sérfræðiþekking og reynsla. Þar kemur saman mikil þekking á sviði sögu og menningarsögu, handritafræði, bókmenntasögu og á vissum tegundum málvísinda, einkanlega því sem tengist orðfræði, orðum og nöfnum, en í raun öllum þáttum málvísinda. Í þriðja lagi felst fjársjóðurinn í velvild og viðurkenningu íslensks samfélags og alþjóðasamfélagsins að mati Vésteins. „Þessi viðurkenning hefur náðst með starfinu í heild í tengslum við þau söfn sem við varðveitum, með útgáfum og kynningum hér og erlendis. Undir einu þakiSamþykkt hefur verið á alþingi að byggja yfir starfsemina en í dag er hún dreifð á fimm staði og af því er óhagræði. „Sumir spurðu þegar þessi vinna var í gangi hvort ekki væri betra að bíða og byggja fyrst hús yfir stofnunina. Það má vera að það hefði verið æskilegt en ég held þó að í því felist styrkur, þegar farið verður að hanna og byggja húsið, að frá upphafi komi til heildarsýn. Fyrst í stað verður samstarf okkar erfiðara en það gefur okkur kost á því að móta heildstæða hugmynd um nýtt hús með samstarfi okkar og annarra sem hlut eiga að máli." Eitt af mikilvægustu verkefnum nú í upphafi verður að efla samstarf við þá sem sinna íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. Kennslan þar og rannsóknir kennaranna er mikilvæg undirstaða undir öllu starfi á þessu sviði. Með sameiningunni vonast Vésteinn eftir því að rannsókna- og þjónustustustarf stofnunarinnar eflist og verði sýnilegra almenningi. Hann veit að það tekur tíma og þolinmæði þarf til að styrkja starfsemina. „Ég sé til dæmis fyrir mér að í nýrri byggingu verði betri sýningaraðstaða. Við höfum fallega sýningaraðstöðu í Þjóðmenningarhúsinu en við gerum ráð fyrir að í nýju húsi verði aðstaða fyrir varanlega sýningu en einnig breytilegar sýningar með möguleikum til fjölbreytni." Netið er næsta skrefVésteinn nefnir að efld kynning í gegnum netið verði meðal nýjunga á dagskrá nýrrar stofnunar. Eins og er hafa allar stofnanirnar sína heimasíðu sem veitir aðgang að stórum gagnasöfnum. „Með því að tengja þetta allt saman í eina gátt er ég viss um að við getum náð miklum árangri hér á Íslandi en líka erlendis með því að kynna efni okkar og starfsemi á þennan hátt", segir Vésteinn. „Við vonum að stofnunin geti aukið áhuga á íslenskri tungu og fræðum almennt. Menningarefni hvers konar á í sífellt meiri samkeppni og því þarf stöðugt að finna nýjar leiðir til að halda í horfinu. Við viljum að þessi gamli stofn sé í lifandi víxlverkun við það sem er nýtt og skapandi í menningunni og gjarnan undir erlendum áhrifum, því íslensk menning hefur alltaf þrifist í samspili erlendra áhrifa og innlends hugvits og hugmyndaflugs, og við viljum leggja okkar af mörkum til þess." Vésteinn vill minna þjóðina á að það er hún sem á þá fjársjóði sem stofnunin varðveitir og að hún hafi alltaf aðgang að þeim. „Stundum munum við kannski ekki nægilega vel eftir því að láta vita af okkur en við viljum að fólk viti að það er þjóðin sem á þessa stofnun."
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira