Lögreglan í Keflavík hafði í nógu að snúast í fyrrinótt, en ölvun, slagsmál og hávaðaútköll settu svip sinn á nóttina. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar, önnur á skemmtistaðnum H-punktinum og hin á Njarðarbraut.
Þá voru tvær rúður brotnar, önnur í verslun að Hólmgarði 2 og hin hjá Lyfjum og heilsu í Suðurgötu. Þar hafði hins vegar ekki verið farið inn, og því virðist sem um hreina skemmdarfýsn hafi verið að ræða.
Þá var einn ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun.