Lögreglunni í Reykjavík var á laugardag tilkynnt um sex tilvik þar sem ekið hafði verið á mannlausar bifreiðar og síðan stungið af. Alls hafa 65 slík tilvik verið skráð í september.
Alls var tilkynnt um 543 umferðaróhöpp til lögreglunnar í Reykjavík í september. Að meðaltali eru það rétt ríflega 18 óhöpp á degi hverjum.