Herleysinu fagnað 2. október 2006 06:30 Á miðnesheiði Mikill fjöldi herstöðvaandstæðinga fór í skoðunarferð um varnarliðssvæðið í fylgd leiðsögumanna og kyrjaði baráttusöngva þrátt fyrir bann við háreysti.Fréttablaðið/Víkurfréttir Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum. Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum.
Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira