Hafnarvigtin á útopnu 3. október 2006 06:15 ÓMAR MÁR JÓNSSON Allt á hárréttri leið. „Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið. Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
„Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið.
Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira