Deilur um hersetuna hömluðu framþróun 3. október 2006 07:00 Ólafur ragnar grímsson Forseti Íslands sagði deilurnar um hersetuna hafa hamlað framþróun Íslands. MYND/GVA stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma. Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma.
Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira