Vörubifreið með eftirvagn fullan af fiski valt á Reykjanesbrautinni í fyrrinótt. Þegar lögreglan kom á staðinn lá vörubifreiðin á hliðinni og hindraði för annarra bíla um aðra akrein vegarins. Lítilsháttar umferðartafir urðu á meðan að beðið var eftir kranabifreið til að hífa vörubifreiðina og eftirvagninn í burtu.
Samkvæmt lögreglu þykir líklegt að framkvæmdir vegna tvöföldunnar vegarins hafi ollið bílstjóranum ruglingi með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bifreiðinni. Hann slapp með lítilsháttar meiðsl.