Í Alþjóðahús vegna ofbeldis 4. október 2006 07:15 Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Fréttablaðið greindi í gær frá því að nítján konur voru í sambandi við Stígamót á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið seldar í vændi og voru sumar að leita sér aðstoðar við að komast undan dólgunum sem seldu þær. Tvær pólskar stúlkur fóru úr landi í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavík hafði komist á snoðir um að þær væru hingað komnar til að stunda vændi. "Andlegt ofbeldi, svo sem hótanir, er algengara en líkamlegt ofbeldi hjá þeim konum sem hingað leita undan ofbeldisverkum," segir Margrét og bætir við að sumar þessara kvenna hafi unnið á nektardansstað áður en þær leituðu til Alþjóðahúss. Hún segir þær konur sem leitað hafa til Alþjóðahúss af þessum sökum komnar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, að Norðurlöndunum undanskildum. "Til mín hafa komið tvær konur sem eru að skilja við ofbeldisfulla eiginmenn eftir að hafa kynnst þeim á nektardansstað. Fleiri stúlkur hafa komið til mín sem unnið hafa á svona stöðum. Þær hafa komið út af atriðum sem sýna að þær virðast ekki geta ráðið eigin örlögum og eru þar af leiðandi ekki í góðri stöðu. Ein stúlka er til dæmis í stórum skuldum á eigin mælikvarða eftir að hafa unnið á nektarstað, en ég sé ekki betur en að staðurinn eigi að greiða þær upphæðir. En það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissamböndum." Margrét segir að stúlkurnar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en þær séu hættar að vinna á nektarstöðunum, en hafi ílengst eftir það á landinu af einhverjum ástæðum. Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Fréttablaðið greindi í gær frá því að nítján konur voru í sambandi við Stígamót á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið seldar í vændi og voru sumar að leita sér aðstoðar við að komast undan dólgunum sem seldu þær. Tvær pólskar stúlkur fóru úr landi í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavík hafði komist á snoðir um að þær væru hingað komnar til að stunda vændi. "Andlegt ofbeldi, svo sem hótanir, er algengara en líkamlegt ofbeldi hjá þeim konum sem hingað leita undan ofbeldisverkum," segir Margrét og bætir við að sumar þessara kvenna hafi unnið á nektardansstað áður en þær leituðu til Alþjóðahúss. Hún segir þær konur sem leitað hafa til Alþjóðahúss af þessum sökum komnar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, að Norðurlöndunum undanskildum. "Til mín hafa komið tvær konur sem eru að skilja við ofbeldisfulla eiginmenn eftir að hafa kynnst þeim á nektardansstað. Fleiri stúlkur hafa komið til mín sem unnið hafa á svona stöðum. Þær hafa komið út af atriðum sem sýna að þær virðast ekki geta ráðið eigin örlögum og eru þar af leiðandi ekki í góðri stöðu. Ein stúlka er til dæmis í stórum skuldum á eigin mælikvarða eftir að hafa unnið á nektarstað, en ég sé ekki betur en að staðurinn eigi að greiða þær upphæðir. En það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissamböndum." Margrét segir að stúlkurnar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en þær séu hættar að vinna á nektarstöðunum, en hafi ílengst eftir það á landinu af einhverjum ástæðum.
Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira