Þingmenn Frjálslynda flokksins vilja að verðtrygging húsnæðislána verði afnumin og hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis.
Í greinargerð hennar segir að það heyri til undantekninga að íbúðalán séu verðtryggð erlendis og óásættanlegt sé að Íslendingar búi við allt önnur og miklu lakari lánskjör en almennt gerist í nágrannaríkjunum.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, fjallaði um verðtrygginguna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á þriðjudag og sagði bankana ofverndaða. Auk þess sem þeir hefðu bæði belti og axlabönd væru þeir í pollabuxum.