Ungur maður var í síðustu viku dæmdur af Héraðsdómi Vestfjarða til að greiða 160.000 krónur í sekt fyrir að hafa haft í fórum sínum 77 grömm af hassi.
Maðurinn kastaði hassinu út um glugga bifreiðar sem hann var farþegi í þegar hann veitti því eftirtekt að lögreglan væri á slóð hans. Vegna ungs aldurs mannsins þótti því ofangreind refsing hæfileg.