ÖBÍ fer í mál við fjórtán lífeyrissjóði 6. október 2006 06:15 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál. Innlent Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál.
Innlent Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira