Tilteknar aðgerðir horfnar af spítölum 6. október 2006 06:45 Landspítalinn við Hringbraut Sértækar aðgerðir hafa í auknum mæli færst til einkasjúkrahúsa á undanförnum árum. Nær engar krossbandaaðgerðir á hné fara lengur fram á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. MYND/Stefán Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir það varhugaverða þróun að tilteknar aðgerðir skuli ekki lengur vera framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerðir á öxlum, séu nær eingöngu framkvæmdar á einkastofum. „Það er ekki heppilegt að ákveðin þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er háskólastofnun sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki við að samtvinna þjálfun starfsfólks og heilbrigðisþjónustu. Að því leytinu er það óeðlilegt að spítalinn hafi ekki aðstöðu til þess að byggja upp þekkingu við vissar aðgerðir sem aðeins er farið að bjóða upp á utan spítala. Í því samhengi get ég nefnt sérstaklega krossbandaaðgerðir á hné, sem fara nær eingöngu fram utan spítalans.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hún væri alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en frumvarp sem felur í sér styrkingu heimilda til aðkomu einkafélaga að heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Ríkið hefur á undanförnum árum gert þjónustusamninga við einkafélög, sem taka að sér ákveðna þjónustu en hún er að stærstum hluta greidd af ríkinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur einkavætt heilbrigðiskerfi leiða ótvírætt til ójafnaðar. „Ég tel það algjört grundvallaratriði að tryggja að allir njóti jafns aðgangs að heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahags og stöðu í samfélaginu. Ég er því ekki fylgjandi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðingin felur það í sér að einstaklingar greiði í auknum mæli með beinum hætti fyrir þjónustu sem boðið er upp á. Þetta er því ekki einungis spurningin um rekstur, heldur ekki síst um aðgang að þjónustunni og greiðslufyrirkomulag. Einkafélög geta hins vegar komið að ákveðnum rekstrarþáttum í heilbrigðiskerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir Sjálfstæðisflokkinn gæla við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Hann hafnar slíkum hugmyndum algjörlega og bendir á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sem víti til varnaðar. „Það er alveg ljóst að hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í átt til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Við erum talsmenn algjörlega gagnstæðs sjónarmiðs. Reynslan af einkavæddu heilbrigðiskerfi er herfileg. Hvergi í heiminum er heilbrigðisþjónusta óskilvirkari og dýrari en í Bandaríkjunum, þar sem hún er að mestu einkarekin. Það er nauðsynlegt að forðast það eftir fremsta megni að fara með heilbrigðiskerfi í bandaríska átt, því það er langsamlega dýrasta og versta heilbrigðiskerfi í heiminum.“ Innlent Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir það varhugaverða þróun að tilteknar aðgerðir skuli ekki lengur vera framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerðir á öxlum, séu nær eingöngu framkvæmdar á einkastofum. „Það er ekki heppilegt að ákveðin þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er háskólastofnun sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki við að samtvinna þjálfun starfsfólks og heilbrigðisþjónustu. Að því leytinu er það óeðlilegt að spítalinn hafi ekki aðstöðu til þess að byggja upp þekkingu við vissar aðgerðir sem aðeins er farið að bjóða upp á utan spítala. Í því samhengi get ég nefnt sérstaklega krossbandaaðgerðir á hné, sem fara nær eingöngu fram utan spítalans.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hún væri alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en frumvarp sem felur í sér styrkingu heimilda til aðkomu einkafélaga að heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Ríkið hefur á undanförnum árum gert þjónustusamninga við einkafélög, sem taka að sér ákveðna þjónustu en hún er að stærstum hluta greidd af ríkinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur einkavætt heilbrigðiskerfi leiða ótvírætt til ójafnaðar. „Ég tel það algjört grundvallaratriði að tryggja að allir njóti jafns aðgangs að heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahags og stöðu í samfélaginu. Ég er því ekki fylgjandi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðingin felur það í sér að einstaklingar greiði í auknum mæli með beinum hætti fyrir þjónustu sem boðið er upp á. Þetta er því ekki einungis spurningin um rekstur, heldur ekki síst um aðgang að þjónustunni og greiðslufyrirkomulag. Einkafélög geta hins vegar komið að ákveðnum rekstrarþáttum í heilbrigðiskerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir Sjálfstæðisflokkinn gæla við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Hann hafnar slíkum hugmyndum algjörlega og bendir á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sem víti til varnaðar. „Það er alveg ljóst að hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í átt til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Við erum talsmenn algjörlega gagnstæðs sjónarmiðs. Reynslan af einkavæddu heilbrigðiskerfi er herfileg. Hvergi í heiminum er heilbrigðisþjónusta óskilvirkari og dýrari en í Bandaríkjunum, þar sem hún er að mestu einkarekin. Það er nauðsynlegt að forðast það eftir fremsta megni að fara með heilbrigðiskerfi í bandaríska átt, því það er langsamlega dýrasta og versta heilbrigðiskerfi í heiminum.“
Innlent Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira