Kjötvörur stærstar í matarútgjöldunum 6. október 2006 06:30 Kjötvörur Af matarútgjöldunum taka kjötvörurnar mest, eða um tuttugu og tvö prósent. Kjötvörurnar eru þannig langstærsti útgjaldaliðurinn í matnum. Næststærsti liðurinn eru mjólkurvörur, síðan koma drykkjarvörur og sælgæti. Húsnæðiskostnaðurinn er stærsti útgjaldaliður heimilanna og hefur vaxið verulega síðustu árin, ef marka má tölur Hagstofunnar sem sýna meðalútgjöld heimilis á ári 2002 og 2006. Matarkostnaðurinn var stærri útgjaldaliður en ferðaútgjöld fjölskyldunnar árið 2002 en nú er bíla- og ferðakostnaður orðinn stærri liður. Stærstu útgjaldaliðir fjölskyldunnar skiptast í fernt. Húsnæðið stendur fyrir tæplega 27 prósentum og hefur sá liður vaxið hlutfallslega síðustu árin, innkaup á mat og drykkjarvörum eru tæplega fjórtán prósentum og hafa minnkað lítillega, ferðakostnaður hefur hinsvegar aukist stórum skrefum á þessum fjórum árum og nemur tæpum átján prósentum en útgjöld vegna tómstunda hafa minnkað hlutfallslega og nema nú ellefu prósentum. Matarútgjöldin nema áttatíu og níu prósentum af meðal matarútgjöldum heimilanna. Hlutfallslega fer mest af útgjöldunum í kjöt eða tæp tuttugu og tvö prósent. Mjólk og mjólkurvörur taka líka stóran hlut eða tæp átján prósent. Drykkjarvörurnar eru ellefu prósent en fiskurinn innan við fimm prósent. Tæp tíu prósent af matarútgjöldum fjölskyldunnar fara í sykur, súkkulaði og sælgæti. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá ASÍ, segir tölurnar ekki gefa neinar upplýsingar um kostnaðinn, aðeins um skiptingu útgjalda. "Ef við tökum matinn sem dæmi þá segja þessar tölur að matarkostnaðurinn hafi hlutfallslega minnkað vegna þess að húsnæðiskostnaðurinn hefur aukist en þetta þarf ekki að þýða að maturinn sé orðinn ódýrari. Það fer bara meira af kökunni til húsnæðis." Henný segir mikilvægt að hafa í huga að tölurnar endurspegli meðalneyslu. "Það segir sig sjálft að fólk með lágar tekjur eyðir hlutfallslega meira í mat en fólk með háar tekjur. Þessar meðaltölur segja því ekkert um skiptinguna hjá mismunandi hópum. Þær endurspegla bara neyslu allra heimila," segir hún og telur að lægra matvöruverð komi öllum vel þó að það komi best þeim sem lægstu tekjurnar hafi. Henný kemur ekki á óvart að ferðakostnaðurinn hafi hækkað. Landsmenn hafi keypt dýrari bíla og kostnaður vaxið í samræmi við það. "Bílafloti landsmanna hefur verið að stækka þannig að það hefur áhrif," segir hún. Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Húsnæðiskostnaðurinn er stærsti útgjaldaliður heimilanna og hefur vaxið verulega síðustu árin, ef marka má tölur Hagstofunnar sem sýna meðalútgjöld heimilis á ári 2002 og 2006. Matarkostnaðurinn var stærri útgjaldaliður en ferðaútgjöld fjölskyldunnar árið 2002 en nú er bíla- og ferðakostnaður orðinn stærri liður. Stærstu útgjaldaliðir fjölskyldunnar skiptast í fernt. Húsnæðið stendur fyrir tæplega 27 prósentum og hefur sá liður vaxið hlutfallslega síðustu árin, innkaup á mat og drykkjarvörum eru tæplega fjórtán prósentum og hafa minnkað lítillega, ferðakostnaður hefur hinsvegar aukist stórum skrefum á þessum fjórum árum og nemur tæpum átján prósentum en útgjöld vegna tómstunda hafa minnkað hlutfallslega og nema nú ellefu prósentum. Matarútgjöldin nema áttatíu og níu prósentum af meðal matarútgjöldum heimilanna. Hlutfallslega fer mest af útgjöldunum í kjöt eða tæp tuttugu og tvö prósent. Mjólk og mjólkurvörur taka líka stóran hlut eða tæp átján prósent. Drykkjarvörurnar eru ellefu prósent en fiskurinn innan við fimm prósent. Tæp tíu prósent af matarútgjöldum fjölskyldunnar fara í sykur, súkkulaði og sælgæti. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá ASÍ, segir tölurnar ekki gefa neinar upplýsingar um kostnaðinn, aðeins um skiptingu útgjalda. "Ef við tökum matinn sem dæmi þá segja þessar tölur að matarkostnaðurinn hafi hlutfallslega minnkað vegna þess að húsnæðiskostnaðurinn hefur aukist en þetta þarf ekki að þýða að maturinn sé orðinn ódýrari. Það fer bara meira af kökunni til húsnæðis." Henný segir mikilvægt að hafa í huga að tölurnar endurspegli meðalneyslu. "Það segir sig sjálft að fólk með lágar tekjur eyðir hlutfallslega meira í mat en fólk með háar tekjur. Þessar meðaltölur segja því ekkert um skiptinguna hjá mismunandi hópum. Þær endurspegla bara neyslu allra heimila," segir hún og telur að lægra matvöruverð komi öllum vel þó að það komi best þeim sem lægstu tekjurnar hafi. Henný kemur ekki á óvart að ferðakostnaðurinn hafi hækkað. Landsmenn hafi keypt dýrari bíla og kostnaður vaxið í samræmi við það. "Bílafloti landsmanna hefur verið að stækka þannig að það hefur áhrif," segir hún.
Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira