Vilja tvöföldun örorkulífeyris 7. október 2006 05:00 Jón Kristjánsson Aðalmeðferð hófst í í gær máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna vanefnda þess síðarnefnda á samkomulagi um tvöföldun grunnörorkulífeyris þeirra sem metnir eru 75% öryrkjar eða meira. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varakröfu. Í henni er farið fram á að grunnörorkulífeyrir ofangreinds hóps verði tvöfaldaður samkvæmt samkomulagi ÖBÍ og ríkisins frá 25. mars 2003 auk skaðabóta sem jafngilda 100% álagi á lífeyrinum vegna tímabilsins 1. janúar 2004 til 31. desember 2005. Íslenska ríkið heldur hins vegar fram að ríkissjóður sé einungis skuldbundinn til að veita einum milljarði króna til verkefnisins, en samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins hefði full framkvæmd þess kostað um einn og hálfan milljarð. Til skýrslutöku mættu meðal annarra Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður ÖBÍ, og Jón Kristjánsson fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Garðar sagði að aldrei hefði komið fram að framkvæmdirnar mættu ekki kosta meira en einn milljarð á meðan að starfshópur sem hann átti meðal annars sæti í vann að tillögum um lagabreytingar svo að samkomulaginu mætti hrinda í framkvæmd. Þegar fjárlagafrumvarp ársins 2004 var lagt fram um haustið hefði annað komið í ljós. Jón Kristjánsson hafi þá sagst ætla að beita sér fyrir því að fá 2/3 hluta samkomulagsins efndan 1. janúar 2004 og leggja síðan til að síðasti þriðjungurinn kæmi inn á fjárlög næsta árs og gengju í gildi 1. janúar 2005. Jón Kristjánsson sagði að ríkissjóður hefði einungis samþykkt að veita einum milljarði til framkvæmdarinnar og að Garðari hefði verið kunnugt um það. Hann sagðist þó hafa kannað möguleikann á því að fá auknar fjárheimildir í fjárlögum ársins 2005. Jón sagðist hafa rætt málið óformlega innan ríkisstjórnarinnar en þó ekki á ríkisstjórnarfundum en ríkisstjórnin hafi litið svo á að einn milljarður væri öll upphæðin sem hún hefði skuldbundið sig til að veita til verkefnisins. Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Aðalmeðferð hófst í í gær máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna vanefnda þess síðarnefnda á samkomulagi um tvöföldun grunnörorkulífeyris þeirra sem metnir eru 75% öryrkjar eða meira. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varakröfu. Í henni er farið fram á að grunnörorkulífeyrir ofangreinds hóps verði tvöfaldaður samkvæmt samkomulagi ÖBÍ og ríkisins frá 25. mars 2003 auk skaðabóta sem jafngilda 100% álagi á lífeyrinum vegna tímabilsins 1. janúar 2004 til 31. desember 2005. Íslenska ríkið heldur hins vegar fram að ríkissjóður sé einungis skuldbundinn til að veita einum milljarði króna til verkefnisins, en samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins hefði full framkvæmd þess kostað um einn og hálfan milljarð. Til skýrslutöku mættu meðal annarra Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður ÖBÍ, og Jón Kristjánsson fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Garðar sagði að aldrei hefði komið fram að framkvæmdirnar mættu ekki kosta meira en einn milljarð á meðan að starfshópur sem hann átti meðal annars sæti í vann að tillögum um lagabreytingar svo að samkomulaginu mætti hrinda í framkvæmd. Þegar fjárlagafrumvarp ársins 2004 var lagt fram um haustið hefði annað komið í ljós. Jón Kristjánsson hafi þá sagst ætla að beita sér fyrir því að fá 2/3 hluta samkomulagsins efndan 1. janúar 2004 og leggja síðan til að síðasti þriðjungurinn kæmi inn á fjárlög næsta árs og gengju í gildi 1. janúar 2005. Jón Kristjánsson sagði að ríkissjóður hefði einungis samþykkt að veita einum milljarði til framkvæmdarinnar og að Garðari hefði verið kunnugt um það. Hann sagðist þó hafa kannað möguleikann á því að fá auknar fjárheimildir í fjárlögum ársins 2005. Jón sagðist hafa rætt málið óformlega innan ríkisstjórnarinnar en þó ekki á ríkisstjórnarfundum en ríkisstjórnin hafi litið svo á að einn milljarður væri öll upphæðin sem hún hefði skuldbundið sig til að veita til verkefnisins.
Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira