Ferðamálaráð Evrópu og ETAG hafa unnið skýrslu undir heitinu Tourism Trends for Europe. Í skýrslunni er fjallað um þá þætti sem líklega hafa áhrif á þróun ferðamála næstu árin.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir athyglisvert að gert sé ráð fyrir hækkandi meðalaldri ferðamanna. Þá er í skýrslunni gert ráð fyrir að rafrænar dreifi- og söluleiðir breyti kauphegðun fólks og ferðatilhögun í framtíðinni. Magnús segir að líta beri á breytingarnar sem tækifæri sem hægt sé að nýta til aukinna umsvifa hér á landi.