Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður gefur kost á sér í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri.
Valdimar settist á þing í september 2005, þegar Guðmundur Árni Stefánsson hætti á þingi.
Hann er formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings, ritari í stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana og varamaður í stjórn MS félagsins.