Krefst bóta vegna læknamistaka 7. október 2006 08:30 LÆKNAVAKTIN Er mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlækinir. Kona um fimmtugt undirbýr nú bótakröfu vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Konan veiktist í vor og fór á Læknavaktina. Hún telur sig ekki hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu þar, en síðar kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu. Hún lenti í langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu á Grensásdeild. Grímur Sigurðarson lögfræðingur konunnar staðfesti við Fréttablaðið, að í undirbúningi væri bótakrafa á hendur því vátryggingafélagi sem tryggi starfsemi Læknavaktarinnar, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir kveðst kannast við þetta tilvik, en tjáir sig ekki um einstök mál. Það er alltaf eitthvað um að mál vegna meintra læknamistaka komi inn til embættisins, segir hann. En þau hafa ekki verið mjög mörg gagnvart Læknavaktinni síðastliðin ár. Hingað koma mál af ýmsum toga sem varða kvartanir á heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar höfum við engar upplýsingar um mál sem kunna að vera rekin fyrir dómstólum. Þau eru þá komin úr okkar höndum. Matthías bendir á að Læknavaktin sé mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, sem og slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. Okkur berast á bilinu 230 til 250 mál frá einstaklingum á ári hverju, segir hann. Þau geta spannað allt frá því að einhverjum líki ekki framkoma heilbrigðisstarfsmanns til alvarlegri hluta, sem geta haft einhver áhrif á heilsufar viðkomandi. Hann segir að samkvæmt læknalögunum beri sjúkrastofnunum að tilkynna landlæknisembættinu ef eitthvað óvænt eigi sér stað við meðferð sjúklings. Sú tilkynningaskylda sé á hendi forstöðumanns eða yfirlæknis. Hann beri jafnframt ábyrgð á því að sérhver óvæntur skaði sé rannsakaður og afgreiddur. Málum sem tilkynnt séu með þeim hætti hafi fjölgað. Matthías bendir á mikilvægi sjúklingatryggingar. Tilgangur hennar er að auka bótarétt sjúklinga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við meðferð. Ekki þarf að sýna fram á sök eða vanrækslu heilbrigðisstarfsfólks. Bætur greiðast án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar. Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Kona um fimmtugt undirbýr nú bótakröfu vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Konan veiktist í vor og fór á Læknavaktina. Hún telur sig ekki hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu þar, en síðar kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu. Hún lenti í langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu á Grensásdeild. Grímur Sigurðarson lögfræðingur konunnar staðfesti við Fréttablaðið, að í undirbúningi væri bótakrafa á hendur því vátryggingafélagi sem tryggi starfsemi Læknavaktarinnar, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir kveðst kannast við þetta tilvik, en tjáir sig ekki um einstök mál. Það er alltaf eitthvað um að mál vegna meintra læknamistaka komi inn til embættisins, segir hann. En þau hafa ekki verið mjög mörg gagnvart Læknavaktinni síðastliðin ár. Hingað koma mál af ýmsum toga sem varða kvartanir á heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar höfum við engar upplýsingar um mál sem kunna að vera rekin fyrir dómstólum. Þau eru þá komin úr okkar höndum. Matthías bendir á að Læknavaktin sé mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, sem og slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. Okkur berast á bilinu 230 til 250 mál frá einstaklingum á ári hverju, segir hann. Þau geta spannað allt frá því að einhverjum líki ekki framkoma heilbrigðisstarfsmanns til alvarlegri hluta, sem geta haft einhver áhrif á heilsufar viðkomandi. Hann segir að samkvæmt læknalögunum beri sjúkrastofnunum að tilkynna landlæknisembættinu ef eitthvað óvænt eigi sér stað við meðferð sjúklings. Sú tilkynningaskylda sé á hendi forstöðumanns eða yfirlæknis. Hann beri jafnframt ábyrgð á því að sérhver óvæntur skaði sé rannsakaður og afgreiddur. Málum sem tilkynnt séu með þeim hætti hafi fjölgað. Matthías bendir á mikilvægi sjúklingatryggingar. Tilgangur hennar er að auka bótarétt sjúklinga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við meðferð. Ekki þarf að sýna fram á sök eða vanrækslu heilbrigðisstarfsfólks. Bætur greiðast án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar.
Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira