Milljóna fjárveiting vegna Baugsmálsins 8. október 2006 07:30 Sigurður Tómas í héraðsdómi. Sigurður Tómas afhendir lögmönnum ákærðu málsgögn í dómsal. Málið verður tekið til efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara. Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara.
Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira