Íslendinga skortir skipulag í vörninni 9. október 2006 07:00 Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag. Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag.
Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira