Ragnheiður Jónsdóttir, sýslufulltrúi á Húsavík, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar.
Ragnheiður hefur starfað með Félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og verið félagi í Samfylkingunni frá stofnun hennar.
Ragnheiður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands og mastersprófi í Evrópurétti við háskólann í Miami í Bandaríkjunum.