FL Group eykur stuðning sinn við íslenskt tónlistarlíf 10. október 2006 09:15 Við kynninguna á Tónvís Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Tónvíss, tónlistarmennirnir Garðar Þór Cortes og Barði Jóhannsson og Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Fréttablaðið/Heiða Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta góðs af nýjum fjárfestingasjóði sem FL Group hefur stofnað. Sjóðurinn hefur hlotið nafnið Tónvís og er honum ætlað að vinna með íslenskum tónlistarmönnum í útlöndum og fjárfesta í mögulegri velgengni þeirra þar. Stuðningur Tónvíss við verkefni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal annars felast í útgáfu- og kynningarstarfsemi. Garðar, sem gaf út plötu hér heima síðasta vetur undir stjórn Einars Bárðarsonar, mun njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu misserum. Barði vinnur hins vegar að útgáfu Bang Gang í Bandaríkjunum, ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólíkur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhættuna með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með framgangi mála. Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að markmiði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum einbeitt okkur sérstaklega að tónlistinni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolunum og nú erum við að stofna þennan sjóð. Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tónvís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambærileg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátttakendur en það verður gert á næstu vikum og mánuðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta góðs af nýjum fjárfestingasjóði sem FL Group hefur stofnað. Sjóðurinn hefur hlotið nafnið Tónvís og er honum ætlað að vinna með íslenskum tónlistarmönnum í útlöndum og fjárfesta í mögulegri velgengni þeirra þar. Stuðningur Tónvíss við verkefni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal annars felast í útgáfu- og kynningarstarfsemi. Garðar, sem gaf út plötu hér heima síðasta vetur undir stjórn Einars Bárðarsonar, mun njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu misserum. Barði vinnur hins vegar að útgáfu Bang Gang í Bandaríkjunum, ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólíkur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhættuna með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með framgangi mála. Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að markmiði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum einbeitt okkur sérstaklega að tónlistinni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolunum og nú erum við að stofna þennan sjóð. Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tónvís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambærileg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátttakendur en það verður gert á næstu vikum og mánuðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent