Vilja flagga vörumerkinu sem víðast 11. október 2006 00:01 Glaðbeittur framkvæmdastjóri Vodafone Group "Ég sit nú almennt undir stýri í annarri bíltegund. Þú veist að ég er þýskur," sagði Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri hjá Vodafone Group, hlæjandi þegar hann var fenginn til að setjast undir stýri bresks leigubíls sem Vodafone á Íslandi hefur til sýnis í verslun sinni í Reykjavík. MYND/GVA Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja." Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja."
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira