Skagamenn rannsaka málið 17. október 2006 07:00 Árni Páll Árnason Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, Árni Páll Árnason, segist hafa verið varaður við símhlerunum. Málið hefur verið tekið upp hjá embætti Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld. Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld.
Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira