Margmenni kvaddi Hval 9 við brottför 18. október 2006 07:30 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti. Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti.
Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira