Skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi 18. október 2006 07:15 guðrún guðmundsdóttir ásamt börnum sínum Börn Guðrúnar bíða þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins en eldri börn þurfa að bíða lengur. Hrönn Ingibjörg dóttir mín er fimmtán ára nemandi í Fellaskóla og hún er búin að bíða eftir þjónustu greiningarstöðvarinnar í tvö ár en hún er með þroskafrávik eins og yngri systkini hennar. Þar sem styttist í að Hrönn ljúki grunnskólanámi er brýnt að hún fái greiningu sem allra fyrst, segir Guðrún Guðmundsdóttir, fjögurra barna móðir. Þrjú barna Guðrúnar bíða þess að fá þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í greiningunni kemur í ljós hvort hún þurfi undanþágu frá samræmdum prófum eða lengri próftíma. Með greiningunni fengjust líka upplýsingar um það hversu mikinn stuðning Guðrún þarf á að halda það sem eftir lifir grunnskólanáms og í framhaldsnámi. Anna Karen, níu ára dóttir Guðrúnar, hefur nú beðið í eitt ár eftir þjónustu GRR en var áður greind með þroskafrávik af skólasálfræðingi. Guðrún segist ítrekað hafa hringt til GRR til að ýta á eftir þjónustu fyrir dætur sínar en þar hefur fátt verið um svör. Stefán Grétar, þriggja ára sonur Guðrúnar, bíður einnig greiningar en því yngri sem börnin eru því styttri er biðtíminn og nú er ljóst að hann kemst að síðar í mánuðinum. Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að ég viti hvernig ég á að vinna með börnin og fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum. Elsti sonur Guðrúnar sem nú er sautján ára fékk greiningu á GRR á sínum tíma eftir að hafa beðið í tvö ár. Guðrún segir merkilegt að biðlistarnir séu alltaf jafn langir sama þótt nýjum stöðum sé bætt við. Í viðtali við Stefán Hreiðarsson forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins kom fram að GRR hafi fengið sex ný stöðugildi á fjárlögum og að frekari aukning sé lögð til í fjárlagafrumvarpi. Tilvísunum til stofnunarinnar hafi fjölgað mikið og séu þær nú 250 á ári. Engar upplýsingar hafi hins vegar fengist um það hversu margir bíði né hve biðlistinn sé langur. Guðrún segir sorglegt að þurfa að berjast fyrir rétti barna sinna og að hver vika í bið skipti gríðarlega miklu máli. Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Hrönn Ingibjörg dóttir mín er fimmtán ára nemandi í Fellaskóla og hún er búin að bíða eftir þjónustu greiningarstöðvarinnar í tvö ár en hún er með þroskafrávik eins og yngri systkini hennar. Þar sem styttist í að Hrönn ljúki grunnskólanámi er brýnt að hún fái greiningu sem allra fyrst, segir Guðrún Guðmundsdóttir, fjögurra barna móðir. Þrjú barna Guðrúnar bíða þess að fá þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í greiningunni kemur í ljós hvort hún þurfi undanþágu frá samræmdum prófum eða lengri próftíma. Með greiningunni fengjust líka upplýsingar um það hversu mikinn stuðning Guðrún þarf á að halda það sem eftir lifir grunnskólanáms og í framhaldsnámi. Anna Karen, níu ára dóttir Guðrúnar, hefur nú beðið í eitt ár eftir þjónustu GRR en var áður greind með þroskafrávik af skólasálfræðingi. Guðrún segist ítrekað hafa hringt til GRR til að ýta á eftir þjónustu fyrir dætur sínar en þar hefur fátt verið um svör. Stefán Grétar, þriggja ára sonur Guðrúnar, bíður einnig greiningar en því yngri sem börnin eru því styttri er biðtíminn og nú er ljóst að hann kemst að síðar í mánuðinum. Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að ég viti hvernig ég á að vinna með börnin og fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum. Elsti sonur Guðrúnar sem nú er sautján ára fékk greiningu á GRR á sínum tíma eftir að hafa beðið í tvö ár. Guðrún segir merkilegt að biðlistarnir séu alltaf jafn langir sama þótt nýjum stöðum sé bætt við. Í viðtali við Stefán Hreiðarsson forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins kom fram að GRR hafi fengið sex ný stöðugildi á fjárlögum og að frekari aukning sé lögð til í fjárlagafrumvarpi. Tilvísunum til stofnunarinnar hafi fjölgað mikið og séu þær nú 250 á ári. Engar upplýsingar hafi hins vegar fengist um það hversu margir bíði né hve biðlistinn sé langur. Guðrún segir sorglegt að þurfa að berjast fyrir rétti barna sinna og að hver vika í bið skipti gríðarlega miklu máli.
Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira