Velta Eimskips meira en tvöfaldast 18. október 2006 06:30 Forsvarsmenn Eimskips Baldur Guðnason forstjóri og Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskips. MYND/GVA Reiknað er með að velta Eimskips ríflega tvöfaldist og verði 110 milljarðar króna á næsta ári eftir kaup á kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage. Kaupin koma í kjölfar annarra nýlegra kaupa félagsins. Félagið rekur um 150 skip og um þúsund kæligeymslur Þetta setur Eimskip í forystuhlutverk í þessum iðnaði á heimsvísu, segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og bætir við að félagið sé með kaupunum orðið stærsti einstaki rekandi frysti- og kæligeymsla á heimsvísu. Þetta breytir mjög mikið og eykur mjög mikið arðsemismöguleika félagsins í fjölþættri flutningastarfsemi. Þetta verður til þess að við getum boðið upp á heimskeðju sem nær allt frá Asíu til Evrópu og Ameríku og eykur mjög okkar möguleika á að þjónusta betur viðskiptavini okkar. Í erlendum miðlum hefur þetta verið kallað seamless operation eða hnökralaus þjónusta, segir hann og hlær. Kaupin hafa vakið mikla athygli í Kanada og fjallað um þau í fréttum allt þar til Avion setti í gang yfirtökuferlið í ágúst. Þegar svona yfirtaka fer í gang er tefld ákveðin refskák, sem endaði með því að við náðum okkar markmiði, að kaupa þetta félag á ágætu verði, segir Magnús og bætir við að nýjum eigendum hafi verið tekið mjög vel í Kanada og aðkomu þeirra fagnað. Samkomulagið um yfirtökutilboðið náðist í byrjun vikunnar, en Avion Group hækkaði fyrra tilboð sitt í Atlas Cold Storage úr sjö kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Stjórn Atlas Cold Storage mælir einróma með því að hluthafar taki tilboðinu. Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Reiknað er með að velta Eimskips ríflega tvöfaldist og verði 110 milljarðar króna á næsta ári eftir kaup á kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage. Kaupin koma í kjölfar annarra nýlegra kaupa félagsins. Félagið rekur um 150 skip og um þúsund kæligeymslur Þetta setur Eimskip í forystuhlutverk í þessum iðnaði á heimsvísu, segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og bætir við að félagið sé með kaupunum orðið stærsti einstaki rekandi frysti- og kæligeymsla á heimsvísu. Þetta breytir mjög mikið og eykur mjög mikið arðsemismöguleika félagsins í fjölþættri flutningastarfsemi. Þetta verður til þess að við getum boðið upp á heimskeðju sem nær allt frá Asíu til Evrópu og Ameríku og eykur mjög okkar möguleika á að þjónusta betur viðskiptavini okkar. Í erlendum miðlum hefur þetta verið kallað seamless operation eða hnökralaus þjónusta, segir hann og hlær. Kaupin hafa vakið mikla athygli í Kanada og fjallað um þau í fréttum allt þar til Avion setti í gang yfirtökuferlið í ágúst. Þegar svona yfirtaka fer í gang er tefld ákveðin refskák, sem endaði með því að við náðum okkar markmiði, að kaupa þetta félag á ágætu verði, segir Magnús og bætir við að nýjum eigendum hafi verið tekið mjög vel í Kanada og aðkomu þeirra fagnað. Samkomulagið um yfirtökutilboðið náðist í byrjun vikunnar, en Avion Group hækkaði fyrra tilboð sitt í Atlas Cold Storage úr sjö kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Stjórn Atlas Cold Storage mælir einróma með því að hluthafar taki tilboðinu.
Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun