Læti á Laugaveginum 19. október 2006 14:00 Frá gjörningi Ingibjargar og Kristínar í Tjarnarbíói fyrr á þessu ári Gjörningar þeirra nálgast æ meir leiksýningar en með formerkjum myndlistarinnar. SAFN Birt með góðfúlegu leyfi listakvennanna Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira