Næststærsta dýr jarðarinnar 19. október 2006 01:00 Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári. Innlent Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári.
Innlent Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira