Vilja banna veiðar á þorski í Norðursjó 19. október 2006 06:30 spænskir sjómenn að störfum Óljóst er hvort bann við þorskveiðum í Norðursjó muni hafa áhrif á veiðivenjur í íslenskri lögsögu. Bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér MYND/nordicphotos/afp Sjávarútvegur Í skýrslu alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem opinberuð verður á morgun, er lagt til að þorskveiði verði bönnuð í Norðursjó. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að hrygningarstofn þorskstofnsins í Norðursjó er kominn niður fyrir 36 þúsund tonn, en samkvæmt áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér átti að grípa til aðgerða ef stofninn færi niður fyrir 70 þúsund tonn. Björn Ævar Hreinsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsvið Hafrannsóknarstofnunar og einn þeirra sem tekið hefur þátt í vinnslu skýrslunnar sem opinberuð verður á morgun, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en líklegt má telja að hún hafi töluverð áhrif veiðivenjur þeirra þjóða sem veitt hafa í Norðursjó. Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa komið sér saman um nýtingarstefnu á þorski í Norðursjó, sem útlistuð er í sex liðum í áætlun sem kynnt verður á morgun, segir Björn en bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa gert. Árið 2004 samþykktu sömu aðilar áætlun um enduruppbyggingarstefnu þorskstofnsins í Norðursjó. Í henni segir að grípa verði til harkalegra aðgerða ef hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó fer niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er ekki tilgreint í áætluninni hverjar þær aðgerðir eru, en vísindamenn á vegum alþjóðahafrannsóknaráðsins meta það sem svo að hrygningarstofn þorsksins sé um 36 þúsund tonn nú. Á grundvelli þessa er lagt til, að veiði á þorski í Norðursjó verði bönnuð. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að þessi tíðindi gætu vakið umræðu um þorskstofninn á heimsvísu. Í þeirri umræðu þurfi að vinna að því að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Þetta gæti kallað fram umræðu, sem haldið hefur verið á lofti af talsmönnum World Wildlife Fund, þar sem fólk er hvatt til þess að borða ekki þorsk þar sem það sé fisktegund í útrýmingarhættu. Svar okkar við því er að reyna draga fram sérstöðu íslenska þorskstofnsins, segir Einar. Hann segist jafnframt hafa þá trú að verðið á þorski á heimsmarkaði gæti hækkað vegna þessara breytinga á veiðitilhögun í Norðursjó. Þetta gæti haft þau áhrif að framboðið á þorski á heimsmarkaði minnkaði umtalsvert sem síðan skilaði sér í hærra verði. Á þeim forsendum gætu þessar breytingar verið jákvæðar fyrir okkur Íslendinga, en það er enn svolítið óljóst. Innlent Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Sjávarútvegur Í skýrslu alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem opinberuð verður á morgun, er lagt til að þorskveiði verði bönnuð í Norðursjó. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að hrygningarstofn þorskstofnsins í Norðursjó er kominn niður fyrir 36 þúsund tonn, en samkvæmt áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér átti að grípa til aðgerða ef stofninn færi niður fyrir 70 þúsund tonn. Björn Ævar Hreinsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsvið Hafrannsóknarstofnunar og einn þeirra sem tekið hefur þátt í vinnslu skýrslunnar sem opinberuð verður á morgun, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en líklegt má telja að hún hafi töluverð áhrif veiðivenjur þeirra þjóða sem veitt hafa í Norðursjó. Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa komið sér saman um nýtingarstefnu á þorski í Norðursjó, sem útlistuð er í sex liðum í áætlun sem kynnt verður á morgun, segir Björn en bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa gert. Árið 2004 samþykktu sömu aðilar áætlun um enduruppbyggingarstefnu þorskstofnsins í Norðursjó. Í henni segir að grípa verði til harkalegra aðgerða ef hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó fer niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er ekki tilgreint í áætluninni hverjar þær aðgerðir eru, en vísindamenn á vegum alþjóðahafrannsóknaráðsins meta það sem svo að hrygningarstofn þorsksins sé um 36 þúsund tonn nú. Á grundvelli þessa er lagt til, að veiði á þorski í Norðursjó verði bönnuð. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að þessi tíðindi gætu vakið umræðu um þorskstofninn á heimsvísu. Í þeirri umræðu þurfi að vinna að því að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Þetta gæti kallað fram umræðu, sem haldið hefur verið á lofti af talsmönnum World Wildlife Fund, þar sem fólk er hvatt til þess að borða ekki þorsk þar sem það sé fisktegund í útrýmingarhættu. Svar okkar við því er að reyna draga fram sérstöðu íslenska þorskstofnsins, segir Einar. Hann segist jafnframt hafa þá trú að verðið á þorski á heimsmarkaði gæti hækkað vegna þessara breytinga á veiðitilhögun í Norðursjó. Þetta gæti haft þau áhrif að framboðið á þorski á heimsmarkaði minnkaði umtalsvert sem síðan skilaði sér í hærra verði. Á þeim forsendum gætu þessar breytingar verið jákvæðar fyrir okkur Íslendinga, en það er enn svolítið óljóst.
Innlent Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira