Hundruð sjómanna slasast við vinnu sína 19. október 2006 07:00 Sjómenn að störfum Breyting á kjarasamningi sjómanna 2001 til 2002 gerði það að verkum að skráning og mat vinnuslysa varð með öðrum hætti en áður hafði verið. Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu. Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu.
Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira