Paul Watson ætlar að koma með tvö skip til landsins 20. október 2006 03:30 Paul Watson Stofnandi og forseti Sea Shepherd Paul Watson, stofnandi og forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafa að engu regluverk alþjóðalaga“, í viðtali við Fréttablaðið. Hann líkir þannig atvinnuhvalveiðum Íslands við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu. „Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnuhvalveiðarnar,“ heldur Watson áfram. „Langreyður er í útrýmingarhættu og ef Íslendingar drepa eina langreyði er þjóðin sek um að brjóta reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með tegundir sem eru í útrýmingarhættu.“ Það er mörgum Íslendingum í fersku minni þegar útsendarar Sea Shepherd samtakanna sökktu hvalveiðiskipunum Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum, auk þess að stórskemma tækjabúnað í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þessar aðgerðir samtakanna vöktu hörð viðbrögð stjórnvalda og annarra umhverfissamtaka og Grænfriðungar sáu til dæmis ástæðu til að senda Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra, bréf, þar sem verknaðurinn var fordæmdur. „Við munum gera þessar ráðstafanir vegna þessara ólöglegu veiða,“ fullyrðir Watson. „Við sökktum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma og réðumst á hvalvinnslustöðina. Alþjóðasamþykktir neyða okkur til að grípa inn í og sjá til þess að lög um umhverfisvernd séu virt.“ Watson segir að tvö af þremur skipum samtakanna séu í dag nýtt til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suðurhöfum en eitt sé staðsett við Galapagos-eyjar, meðal annars til að koma í veg fyrir hákarlaveiðar. Watson staðfesti það sem kom fram í kanadískum fjölmiðlum fyrir nokkru að hann hyggist kaupa nýtt skip til að bregðast við „umhverfisglæpum eins og þeim sem Íslendingar drýgja“. Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Paul Watson, stofnandi og forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafa að engu regluverk alþjóðalaga“, í viðtali við Fréttablaðið. Hann líkir þannig atvinnuhvalveiðum Íslands við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu. „Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnuhvalveiðarnar,“ heldur Watson áfram. „Langreyður er í útrýmingarhættu og ef Íslendingar drepa eina langreyði er þjóðin sek um að brjóta reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með tegundir sem eru í útrýmingarhættu.“ Það er mörgum Íslendingum í fersku minni þegar útsendarar Sea Shepherd samtakanna sökktu hvalveiðiskipunum Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum, auk þess að stórskemma tækjabúnað í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þessar aðgerðir samtakanna vöktu hörð viðbrögð stjórnvalda og annarra umhverfissamtaka og Grænfriðungar sáu til dæmis ástæðu til að senda Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra, bréf, þar sem verknaðurinn var fordæmdur. „Við munum gera þessar ráðstafanir vegna þessara ólöglegu veiða,“ fullyrðir Watson. „Við sökktum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma og réðumst á hvalvinnslustöðina. Alþjóðasamþykktir neyða okkur til að grípa inn í og sjá til þess að lög um umhverfisvernd séu virt.“ Watson segir að tvö af þremur skipum samtakanna séu í dag nýtt til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suðurhöfum en eitt sé staðsett við Galapagos-eyjar, meðal annars til að koma í veg fyrir hákarlaveiðar. Watson staðfesti það sem kom fram í kanadískum fjölmiðlum fyrir nokkru að hann hyggist kaupa nýtt skip til að bregðast við „umhverfisglæpum eins og þeim sem Íslendingar drýgja“.
Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira