Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið vel rekið en barist sé við gamlan skuldahala með hagræðingu. Rúmir níu milljarðar króna renna til málaflokka ráðuneytisins.
Í viðtali við Fréttablaðið segist Valgerður ekki sjá fyrir sér að ný sendiráð verði opnuð í bráð en hún hefur áhuga á að opna aðalræðisskrifstofu í Færeyjum. Sendiherrum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og ég reikna með að vera spör í þeim efnum.