Olíumengun var í Glúmsstaðadalsá 23. október 2006 07:45 Rykmý horfið Skýrsla Náttúrustofu Austurlands sýnir að rykmý hvarf síðari hluta sumars. Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira