Börn of lengi í skólanum 23. október 2006 07:00 Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra. Innlent Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra.
Innlent Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira