Iceland Express mun bæta við sex nýjum áfangastöðum næsta sumar og verða þeir þá fjórtán alls. Staðirnir sem bætast við eru París, Basel, Eindhoven, Billund í Danmörku, ásamt Ósló og Björgvin í Noregi. Áfram er flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante, Berlínar, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborgar og Stokkhólms.
Við breytinguna mun sætaframboð aukast um tuttugu prósent. Sætafjöldi í boði verður þá hálf milljón. Iceland Express bætir einni flugvél vioð flota sinn til að anna þessari viðbót.