Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra afhenti Guðrúnu Adolfsdóttur hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni, verðlaunin Fjöreggið við hátíðlega athöfn á Hótel Loftleiðum á föstudag.
Verðlaunin eru veitt af Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands fyrir lofsvert framtak á matvælasviði, að þessu sinni verkefnið Borðum betur, sem MNÍ telur hafa vakið áhuga fólks á fjölbreyttu mataræði.
Guðrún Adolfsdóttir er matvælafræðingur og ráðgjafi. Hún starfaði meðal annars í framkvæmdanefnd matvæladags MNÍ í fyrra.