Fernando Alonso og Renault meistarar 23. október 2006 11:00 alonso og schumacher Fernando Alonso tryggði sér heimsmeistaratitilinn en hann er hér við hlið Michaels Schumachers sem tók í gær þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum. MYND/nordicphotos/getty images Þetta hefur verið frábær helgi. Ég vissi það að ég þyrfti bara eitt stig til að vinna meistaratitilinn en markmiðið var líka að tryggja okkur sigur í keppni bílasmiða. Það tókst og tilfinningin er bara frábær, sagði Fernando Alonso, ökumaður Renault, sem tryggði sér í gær heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu-1 þegar hann varð annar í kappakstrinum í Brasilíu. Það var heimamaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sem kom fyrstur í mark í kappakstrinum í gær. Þetta var síðasta keppni Michael Schumacher í Formúlu-1 en hann ætlar nú að fara að snúa sér að fjölskyldulífinu. Fyrir síðustu keppnina átti hann smá möguleika á heimsmeistaratitlinum en þá hefði hann þurft að sigra og treysta á að Alonso fengi ekki stig. Það hefur verið frábært að fá að keppa við Michael og ég vil nota tækifærið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Það gerir titla mína verðmætari að hafa unnið þá meðan hann var enn á brautinni, sagði Alonso sem vann heimsmeistaratitilinn einnig í fyrra. Schumacher endaði í fjórða sæti kappakstursins í gær en dekk sprakk á bíl hans snemma keppninnar. Í heildarstigakeppninni endaði Alonso með þrettán stigum meira en Schumacher en 41 stigi þar á eftir kom Massa. Renault vann nauman sigur í keppni bílasmiða, með fimm stigum meira en Ferrari. Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þetta hefur verið frábær helgi. Ég vissi það að ég þyrfti bara eitt stig til að vinna meistaratitilinn en markmiðið var líka að tryggja okkur sigur í keppni bílasmiða. Það tókst og tilfinningin er bara frábær, sagði Fernando Alonso, ökumaður Renault, sem tryggði sér í gær heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu-1 þegar hann varð annar í kappakstrinum í Brasilíu. Það var heimamaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sem kom fyrstur í mark í kappakstrinum í gær. Þetta var síðasta keppni Michael Schumacher í Formúlu-1 en hann ætlar nú að fara að snúa sér að fjölskyldulífinu. Fyrir síðustu keppnina átti hann smá möguleika á heimsmeistaratitlinum en þá hefði hann þurft að sigra og treysta á að Alonso fengi ekki stig. Það hefur verið frábært að fá að keppa við Michael og ég vil nota tækifærið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Það gerir titla mína verðmætari að hafa unnið þá meðan hann var enn á brautinni, sagði Alonso sem vann heimsmeistaratitilinn einnig í fyrra. Schumacher endaði í fjórða sæti kappakstursins í gær en dekk sprakk á bíl hans snemma keppninnar. Í heildarstigakeppninni endaði Alonso með þrettán stigum meira en Schumacher en 41 stigi þar á eftir kom Massa. Renault vann nauman sigur í keppni bílasmiða, með fimm stigum meira en Ferrari.
Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira