Spurning um virka tvíkeppni eða samhæfða fákeppni 25. október 2006 00:01 Axel Hall aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík Axel segir að til staðar þurfi að vera ákveðin skilyrði á markaði til þess að fyrirtæki sem á honum starfa geti talist fara saman með markaðsráðandi stöðu. MYND/GVA "Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001. Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
"Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001.
Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira