Vilja að notkun hjálma verði lögbundin 31. október 2006 04:45 Hlustað af athygli Þórir B. Kolbeinsson heilsugæslulæknir á Hellu og Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. „Það hefur greinilega ekki gengið að hestamenn noti þann öryggisbúnað sem er nauðsynlegur án þess að um það gildi ákveðin lög og ég tel því spurningu hvort ekki þurfi að setja einhverjar reglur um þessa 25 til 30 þúsund hestamenn líkt og ökumenn þurfa að una,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, á fundi um öryggismál í hestamennsku sem fram fór í liðinni viku. Fundurinn var haldinn í tilefni af hrinu alvarlegra hestaslysa að undanförnu. Ólafur vill gera það að skyldu að hestamenn séu með reiðhjálma og endurskinsmerki líkt og ökumenn eru með bílbelti. Á fundinum velti Ólafur einnig upp spurningunni hvort reiðmenn þyrftu að þreyta próf til að fá leyfi til að sitja hest en það mæltist ekki vel fyrir á fundinum. Nauðsyn hjálmanotkunar var tíðrædd á fundinum en Þórir B. Kolbeinsson, heilsugæslulæknir á Hellu, kynnti niðurstöður nokkurra erlendra rannsókna sem gerðar hafa verið um slys tengd hestum. Kom þar fram að meiri líkur eru á alvarlegum áverka í hestamennsku en öðrum íþróttum, þar á meðal mótorhjólum. Þórir telur nauðsynlegt að hestamenn væru ávallt með hjálma, einnig á jörðu niðri, því enda þótt flest slys verði við fall af hestbaki slasist margir við umhirðu hrossa, til dæmis þegar hestur sparkar frá sér. Þá hafi flestir af þeim knöpum sem deyja af völdum höfuðáverka erlendis ekki notað reiðhjálm. Innlent Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Það hefur greinilega ekki gengið að hestamenn noti þann öryggisbúnað sem er nauðsynlegur án þess að um það gildi ákveðin lög og ég tel því spurningu hvort ekki þurfi að setja einhverjar reglur um þessa 25 til 30 þúsund hestamenn líkt og ökumenn þurfa að una,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, á fundi um öryggismál í hestamennsku sem fram fór í liðinni viku. Fundurinn var haldinn í tilefni af hrinu alvarlegra hestaslysa að undanförnu. Ólafur vill gera það að skyldu að hestamenn séu með reiðhjálma og endurskinsmerki líkt og ökumenn eru með bílbelti. Á fundinum velti Ólafur einnig upp spurningunni hvort reiðmenn þyrftu að þreyta próf til að fá leyfi til að sitja hest en það mæltist ekki vel fyrir á fundinum. Nauðsyn hjálmanotkunar var tíðrædd á fundinum en Þórir B. Kolbeinsson, heilsugæslulæknir á Hellu, kynnti niðurstöður nokkurra erlendra rannsókna sem gerðar hafa verið um slys tengd hestum. Kom þar fram að meiri líkur eru á alvarlegum áverka í hestamennsku en öðrum íþróttum, þar á meðal mótorhjólum. Þórir telur nauðsynlegt að hestamenn væru ávallt með hjálma, einnig á jörðu niðri, því enda þótt flest slys verði við fall af hestbaki slasist margir við umhirðu hrossa, til dæmis þegar hestur sparkar frá sér. Þá hafi flestir af þeim knöpum sem deyja af völdum höfuðáverka erlendis ekki notað reiðhjálm.
Innlent Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira