Samstarf við Dani um björgunarmál 31. október 2006 07:15 Geir H. Haarde á leiðtogafundinum í gær Ræddi meðal annars breytta stöðu varnarmála Íslands við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. MYND/Norden.org/Jansson Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Dani „fúsa til samstarfs um mjög margt, svo sem á sviði björgunarmála“. Þetta segir hann danskan kollega sinn, Anders Fogh Rasmussen, hafa tjáð sér á tvíhliða fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þeir ræddu stöðuna í varnarmálum Íslands eftir að gengið var frá nýjum samningum um þau mál við Bandaríkjamenn. Auk tvíhliða fundarins við Fogh sat Geir sameiginlegan leiðtogafund Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja. Hefð er komin á að halda slíka fundi í tengslum við Norðurlandaráðsþing, en það hefst í Kaupmannahöfn í dag. Geir segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi á fundinum með Fogh sett hann inn í hina breyttu stöðu varnarmála Íslands. Hann segir Dani reyndar hafa fylgst mjög vel með því máli og lýst vilja til ýmiss konar samstarfs sem Íslendingar telji geta komið að haldi, einkum til að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum landið, sem liggur jú að danskri lögsögu Grænlands og Færeyja. Geir sagði aðspurður að ekki væri enn búið að útkljá ráðningu í embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, en Svíinn Per Unckel lætur af því um áramótin. Hann sagðist þó telja að þess væri ekki langt að bíða að niðurstaða fengist í það mál. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður etja þar kappi við finnska ráðherrann Jan-Erik Enestam. Geir sagðist einnig hafa rætt við Fogh um að næsta ár yrði merkisár í sögu samskipta Íslands og Danmerkur, en þá verður rétt öld liðin frá því að Friðrik konungur VIII kom í merka heimsókn til Íslands, sem til stendur að minnast með tilhlýðilegum hætti. Þá þurfi enn fremur að endurnýja samning um dönskukennslu sem rennur út á næsta ári. Spurður um fréttaflutning danska blaðsins Ekstra bladet undanfarna daga af meintum fjárglæfrum og skattsvikum íslenskra fyrirtækja sem eru umsvifamikil í Danmörku segir Geir að það sé mál sem sé ríkisstjórnum landanna óviðkomandi. „Það er mál fyrirtækjanna að svara fyrir sig,“ segir forsætisráðherra en bætir svo við: „Hins vegar sýnist mér, eftir að hafa lesið þessar tvær greinar, í dag og í gær, að það sé verið að lýsa þarna miklu almennara máli en sem snýr að þessum íslensku fyrirtækjum. Það er verið að tala um hvernig skattkerfið er í Lúxemborg og hvernig fyrirtæki í Danmörku geta nýtt sér það. Þetta er ekki mál sem ríkisstjórnir, hvorki hér (í Danmörku) né heima, blanda sér neitt í.“ Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Dani „fúsa til samstarfs um mjög margt, svo sem á sviði björgunarmála“. Þetta segir hann danskan kollega sinn, Anders Fogh Rasmussen, hafa tjáð sér á tvíhliða fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þeir ræddu stöðuna í varnarmálum Íslands eftir að gengið var frá nýjum samningum um þau mál við Bandaríkjamenn. Auk tvíhliða fundarins við Fogh sat Geir sameiginlegan leiðtogafund Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja. Hefð er komin á að halda slíka fundi í tengslum við Norðurlandaráðsþing, en það hefst í Kaupmannahöfn í dag. Geir segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi á fundinum með Fogh sett hann inn í hina breyttu stöðu varnarmála Íslands. Hann segir Dani reyndar hafa fylgst mjög vel með því máli og lýst vilja til ýmiss konar samstarfs sem Íslendingar telji geta komið að haldi, einkum til að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum landið, sem liggur jú að danskri lögsögu Grænlands og Færeyja. Geir sagði aðspurður að ekki væri enn búið að útkljá ráðningu í embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, en Svíinn Per Unckel lætur af því um áramótin. Hann sagðist þó telja að þess væri ekki langt að bíða að niðurstaða fengist í það mál. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður etja þar kappi við finnska ráðherrann Jan-Erik Enestam. Geir sagðist einnig hafa rætt við Fogh um að næsta ár yrði merkisár í sögu samskipta Íslands og Danmerkur, en þá verður rétt öld liðin frá því að Friðrik konungur VIII kom í merka heimsókn til Íslands, sem til stendur að minnast með tilhlýðilegum hætti. Þá þurfi enn fremur að endurnýja samning um dönskukennslu sem rennur út á næsta ári. Spurður um fréttaflutning danska blaðsins Ekstra bladet undanfarna daga af meintum fjárglæfrum og skattsvikum íslenskra fyrirtækja sem eru umsvifamikil í Danmörku segir Geir að það sé mál sem sé ríkisstjórnum landanna óviðkomandi. „Það er mál fyrirtækjanna að svara fyrir sig,“ segir forsætisráðherra en bætir svo við: „Hins vegar sýnist mér, eftir að hafa lesið þessar tvær greinar, í dag og í gær, að það sé verið að lýsa þarna miklu almennara máli en sem snýr að þessum íslensku fyrirtækjum. Það er verið að tala um hvernig skattkerfið er í Lúxemborg og hvernig fyrirtæki í Danmörku geta nýtt sér það. Þetta er ekki mál sem ríkisstjórnir, hvorki hér (í Danmörku) né heima, blanda sér neitt í.“
Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira