Samstarf við Dani um björgunarmál 31. október 2006 07:15 Geir H. Haarde á leiðtogafundinum í gær Ræddi meðal annars breytta stöðu varnarmála Íslands við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. MYND/Norden.org/Jansson Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Dani „fúsa til samstarfs um mjög margt, svo sem á sviði björgunarmála“. Þetta segir hann danskan kollega sinn, Anders Fogh Rasmussen, hafa tjáð sér á tvíhliða fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þeir ræddu stöðuna í varnarmálum Íslands eftir að gengið var frá nýjum samningum um þau mál við Bandaríkjamenn. Auk tvíhliða fundarins við Fogh sat Geir sameiginlegan leiðtogafund Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja. Hefð er komin á að halda slíka fundi í tengslum við Norðurlandaráðsþing, en það hefst í Kaupmannahöfn í dag. Geir segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi á fundinum með Fogh sett hann inn í hina breyttu stöðu varnarmála Íslands. Hann segir Dani reyndar hafa fylgst mjög vel með því máli og lýst vilja til ýmiss konar samstarfs sem Íslendingar telji geta komið að haldi, einkum til að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum landið, sem liggur jú að danskri lögsögu Grænlands og Færeyja. Geir sagði aðspurður að ekki væri enn búið að útkljá ráðningu í embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, en Svíinn Per Unckel lætur af því um áramótin. Hann sagðist þó telja að þess væri ekki langt að bíða að niðurstaða fengist í það mál. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður etja þar kappi við finnska ráðherrann Jan-Erik Enestam. Geir sagðist einnig hafa rætt við Fogh um að næsta ár yrði merkisár í sögu samskipta Íslands og Danmerkur, en þá verður rétt öld liðin frá því að Friðrik konungur VIII kom í merka heimsókn til Íslands, sem til stendur að minnast með tilhlýðilegum hætti. Þá þurfi enn fremur að endurnýja samning um dönskukennslu sem rennur út á næsta ári. Spurður um fréttaflutning danska blaðsins Ekstra bladet undanfarna daga af meintum fjárglæfrum og skattsvikum íslenskra fyrirtækja sem eru umsvifamikil í Danmörku segir Geir að það sé mál sem sé ríkisstjórnum landanna óviðkomandi. „Það er mál fyrirtækjanna að svara fyrir sig,“ segir forsætisráðherra en bætir svo við: „Hins vegar sýnist mér, eftir að hafa lesið þessar tvær greinar, í dag og í gær, að það sé verið að lýsa þarna miklu almennara máli en sem snýr að þessum íslensku fyrirtækjum. Það er verið að tala um hvernig skattkerfið er í Lúxemborg og hvernig fyrirtæki í Danmörku geta nýtt sér það. Þetta er ekki mál sem ríkisstjórnir, hvorki hér (í Danmörku) né heima, blanda sér neitt í.“ Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Dani „fúsa til samstarfs um mjög margt, svo sem á sviði björgunarmála“. Þetta segir hann danskan kollega sinn, Anders Fogh Rasmussen, hafa tjáð sér á tvíhliða fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þeir ræddu stöðuna í varnarmálum Íslands eftir að gengið var frá nýjum samningum um þau mál við Bandaríkjamenn. Auk tvíhliða fundarins við Fogh sat Geir sameiginlegan leiðtogafund Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja. Hefð er komin á að halda slíka fundi í tengslum við Norðurlandaráðsþing, en það hefst í Kaupmannahöfn í dag. Geir segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi á fundinum með Fogh sett hann inn í hina breyttu stöðu varnarmála Íslands. Hann segir Dani reyndar hafa fylgst mjög vel með því máli og lýst vilja til ýmiss konar samstarfs sem Íslendingar telji geta komið að haldi, einkum til að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum landið, sem liggur jú að danskri lögsögu Grænlands og Færeyja. Geir sagði aðspurður að ekki væri enn búið að útkljá ráðningu í embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, en Svíinn Per Unckel lætur af því um áramótin. Hann sagðist þó telja að þess væri ekki langt að bíða að niðurstaða fengist í það mál. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður etja þar kappi við finnska ráðherrann Jan-Erik Enestam. Geir sagðist einnig hafa rætt við Fogh um að næsta ár yrði merkisár í sögu samskipta Íslands og Danmerkur, en þá verður rétt öld liðin frá því að Friðrik konungur VIII kom í merka heimsókn til Íslands, sem til stendur að minnast með tilhlýðilegum hætti. Þá þurfi enn fremur að endurnýja samning um dönskukennslu sem rennur út á næsta ári. Spurður um fréttaflutning danska blaðsins Ekstra bladet undanfarna daga af meintum fjárglæfrum og skattsvikum íslenskra fyrirtækja sem eru umsvifamikil í Danmörku segir Geir að það sé mál sem sé ríkisstjórnum landanna óviðkomandi. „Það er mál fyrirtækjanna að svara fyrir sig,“ segir forsætisráðherra en bætir svo við: „Hins vegar sýnist mér, eftir að hafa lesið þessar tvær greinar, í dag og í gær, að það sé verið að lýsa þarna miklu almennara máli en sem snýr að þessum íslensku fyrirtækjum. Það er verið að tala um hvernig skattkerfið er í Lúxemborg og hvernig fyrirtæki í Danmörku geta nýtt sér það. Þetta er ekki mál sem ríkisstjórnir, hvorki hér (í Danmörku) né heima, blanda sér neitt í.“
Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira