Fyrsti feðradagurinn framundan 1. nóvember 2006 07:15 Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum." Innlent Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum."
Innlent Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira