Þrír menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisverka eða gruns um að hafa framið þau.
Rúmlega tvítugur maður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi tekið erlenda stúlku upp í bíl sinn aðfaranótt sunnudagsins fyrir rúmri viku og nauðgað henni. Maðurinn neitar sök. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út í dag.
Ungur maður sem stakk mann með hnífi í bakið á bílastæði við skautasvellið í Laugardal situr einnig í gæsluvarðhaldi. Pilturinn skildi hnífinn eftir í baki mannsins og lét sig hverfa á brott.